Fréttir

Saga og Súpa

Vönduð Dagskrá í Sagnheimum
Mánudaginn 13. mars, milli kl. 12 og 23.

Dagskrá:

Sólveig Rós fræðslufulltrúi Samtakanna ´78:
Litbrigði regnbogans: Mikilvægi fjölbreytileika í samfélaginu
Hvernig tökum við þátt í að skapa samfélagið og viðhalda normum um hvernig við eigum að líta út og haga okkur? Hverjum hyglir þetta kerfi og hver eru olnbogabörnin?

Lesa meira...


Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rennur út 14. mars.

SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Aðilar sem óska eftir ráðgjöf geta haft samband í síma 480 8200 eða haft samband  við ráðgjafa hér

SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi. Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári.

Lesa meira...


Friðlýsing búsvæða sjófugla

Kynningarfundur, vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum.
Þriðjudaginn 28. febrúar kl 12:10
Staðsetning:  Sagnheimum, safnahúsi við Ráðhúströð.
Á fundinn mæta fulltrúar frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu (Sigurður Þráinsson og Guðríður Þorvarðardóttir), Vestmannaeyjabæ og Náttúrustofu Suðurlands til að kynna málið og svara fyrirspurnum.
 
Efnistök fundarins eru:
Tilgangur og markmið friðlýsingarinnar
Áhrif friðlýsingarinnar á hina ýmsu viðburði, skipulag og nytjar
Vöktun fuglabjarga í Eyjum
Fyrirspurnir og samtal við fundarmenn
 
Eyjamenn og þá sérstaklega nytjarétthafar og ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að mæta til að kynna sér málið.

Lesa meira...


Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk.

Sækja um hér

http://www.sass.is/uppbyggingarsjodur-sudurlands-auglysir-eftir-umsoknum-4/

 

Lesa meira...


Raquel Isabel Díaz hefur verið ráðin Verkefnastjóri Markaðs- og ferðamála

Raquel hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, m.a. Actavis, Kaupþing banka og Verne Global.  Á árunum 2011-2016 vann hún sem viðskiptastjóri hjá tveimur af stærstu auglýsingastofum landsins (Fíton/Pipar og Íslenska auglýsingastofan) þar sem hún vann að auglýsinga og markaðsmálum fyrir fyrirtæki eins og 365 miðlar, Iceland Express, Alvogen, Dominos, Ölgerðina, Lýsi, Icelandair, Íslandsstofu, Meet in Reykjavík, Rauða krossinn, Medis, Þjóðminjasafnið, Borgarleikhúsið o.fl.

Lesa meira...


Hrafn Sævaldsson ráðinn Nýsköpunar- og þróunarstjóri

Eyjamaðurinn Hrafn Sævaldsson hefur verið ráðinn Nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um nýtt starf innan Þekkingarsetursins er að ræða.   Starfið var auglýst í byrjun marsmánaðar og sóttu tíu einstaklingar um starfið. Hrafn mun hefja störf hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í apríl 2016.

 

 

Lesa meira...


Nýtt nám í haf­tengdri ný­sköp­un

Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur opnað fyr­ir um­sókn­ir í há­skóla­nám í haf­tengdri ný­sköp­un sem hefst næsta haust. Náms­braut­in er staðsett í Vest­manna­eyj­um og námið er skipu­lagt í sam­starfi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Lesa meira...


Ráðgjafi/verkefnastjóri óskast

Leitum eftir ráðgjafa/verkefnastjóra til að koma að byggðaþróun í landshlutanum. Verkefnin eru fyrst og fremst á sviði atvinnu-, ferða-, nýsköpunar- og menningarmála.

Lesa meira...


Frumherjastyrkur

Tækniþróunarsjóður auglýsir eftir Frumherjastyrkjum hjá Tækniþróunarsjóði. Umsóknarfrestur er 15. febrúar.

Lesa meira...


AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis.
Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði.  Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. desember 2015.
Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun, v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur.
Vakin er athygli á því að umsóknum þarf bæði að skila rafrænt og bréflega.

Lesa meira...


Kynning á Rannsóknasjóði - fimmtudaginn 11.júní 2015

Kynning á Rannsóknasjóði verður haldin fimmtudaginn 11. júní kl. 14:00-16:00 á Hótel Natura, þingsal 2.

Kynning á Rannsóknasjóði, reglum hans og styrkjamöguleikum, verður haldin á Hótel Natura, þingsal 2, fimmtudaginn 11. júní kl. 14:00 -16:00. Kynningin verður send út á sama tíma frá vefstofu Rannís.
Kynningar verða gerðar aðgengilegar á heimasíðu Rannsóknasjóðs í framhaldi af fundinum.
Fundurinn er opinn og allir áhugasamir velkomnir.
Næsti umsóknarfrestur sjóðsins er til 1. september 2015.

Lesa meira...


Íslenski safnadagurinn

Á íslenska safnadaginn nk. sunnudag, 17.maí, opnum við nýja sýningu í Sagnheimum, byggðasafni, kl. 14

Ókeypis er inn á safnið í tilefni dagsins.

Allir hjartanlega velkomnir!

Lesa meira...


Aðalfundur 2015

Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja var haldinn 30. apríl 2015. Stjórnarformaður fór yfir skýrslu stjórnar og störf hennar á árinu. 

Lesa meira...


Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2015, kl. 11:00 árdegis að Strandvegi 50, fundarsal á 3ju hæð. Ársskýrla ÞSV fyrir árið 2014 er eingöngu gefin út á netinu: www.setur.webplus.net

Lesa meira...


Fréttabréf Rannsóknasjóðs síldarútvegsins

Lesa meira...


Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki.
nánar á vefslóðinni:
 

http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/auglysing-um-styrki-til-rannsokna-a-svidi-byggdamala

 

Lesa meira...


Ársfundur rannsókna og fræða á Suðurlandi

Fyrsti ársfundur rannsókna og fræða á Suðurlandi verður mánudaginn 24. nóvember 2014
 
Dagskrá fundarins er að finna HÉR

Lesa meira...


Safnahelgin 30.okt - 2.nóv 2014

Undirbúningur safnahelgarinnar er í fullum gangi og enn er verið að vinna í hugmyndum sem við vonum að hægt verði að bjóða upp á um helgina. Hér er svo hægt að sjá hvað Sæheimar og Sagnheimar hafa uppá að bjóða þessa helgi:
http://saeheimar.is/is/news

http://sagnheimar.is/is/news

Dagskránna má finna hér að neðan:

Lesa meira...


Styrkir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi
Til úthlutunar eru 45 milljónir króna
Umsóknarfrestur er til og með 22. september

Lesa meira...


NordForsk: Styrkir norræns vísindasamstarfs

Í ljósi aukins mikilvægis norræns vísindasamstarfs og komu framkvæmdastjóra NordForsk til landsins hefur Rannís í samvinnu við NordForsk ákveðið að slá upp stuttum kynningarfundi þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju Öndvegissetri á náttúruvá og öryggi samfélaga en setrið er leitt af Íslendingum og hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.

Lesa meira...