Fréttir

Flatormur í skötusel

Nýlega kom út grein um sníkjudýr (flatorm) sem lifir á fullorðinsstigi í skötusel hér við land. Lirfustig sama sníkjudýrs er að finna í ýsuskel (fyrsti millihýsill) og í þorskfiskum (annar millihýsill) hér við land.

Lesa meira...


Ljósmyndasamkeppni

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir ljósmyndasamkeppni á meðal stofnanna þeirra sem starfa innan Setursins.
Góð mynd segir meira en þúsund orð en markmiðið með keppninni er einmitt að hvetja starfsmenn til að taka myndir úr starfinu, gera þær opinberar og þannig kynna almenningi þá starfsemi sem fer fram innan stofnanna ÞSV.

Lesa meira...


Samið við Menntamálaráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Arnar Sigurmundsson undirrita samning milli ráðuneytisins og Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Lesa meira...


Vinnumálastofnun flytur

 Vinnumálastofnun hefur flutt aðsetur sitt hér í Vestmannaeyjum, frá Strandvegi 50 í húsnæði Sýslumanns að Heiðarvegi 15 2.hæð.
Síminn er sá sami: 515-7780

Lesa meira...


Jólaratleikur Sagnheima

Sagnheimar, Byggðasafn er opið á laugardögum á aðventunni kl. 13-16. Jólaratleikur fyrir forvitna krakka.

Ókeypis fyrir börn, 2 fyrir 1 fyrir fullorðna.

Minnum á að Safnahús er með aðventusýningu í Einarsstofu.

Allir hjartanlega velkomnir

Lesa meira...


Ichthyophonus hoferi sýking íslenskrar sumargotssíldar 2008 til 2011 og áhrif hennar á stofninn.

Opið erindi um sýkingu í íslensku sumargotssíldinni. Erindið flytur Guðmundur Jóhann Óskarsson Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni.

Lesa meira...


Atferli skoðað á fiskasafninu

Margrét Lilja Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson og Kristján Egilsson segja frá einstöku atferli dýra á safninu.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur nú fyrir kynningu á stofnunum innan setursins með opnum fyrirlestrum í hádeginu á föstudögum. Fyrsti slíki fyrilesturinn var á byggðasafninu 15. október og Viska hélt sinn fyrilestur 4. nóvember.
Boðið er upp á súpu og brauð og allir eru velkomnir.

Lesa meira...


Sigríður Klingenberg í Alþýðuhúsinu

 Um hundrað manns mættu í Alþýðuhúsið, fengu sér súp og brauð og hlýddu á erindi Sigríðar Klingenberg "Orð eru álögur".
Þetta var vel heppnað erindi og virtust allir hafa gaman að, enda Sigga hress og skemmtileg kona.  
 
 

Lesa meira...


Dagskrá Sagnheima á Safnahelginni

Safnahelgi hjá Sagnheimum helgina, 4.nóvember til 6.nóvember.  

Lesa meira...


Dagskrá Fiskasafnsins á Safnahelginni

 Hér að neðan má sjá dagskrá Fiskasafnsins á Safnahelginni sem er föstudaginn 4.nóvember til sunnudagsins 6.nóvember.  

Lesa meira...


Opið erindi í Alþýðuhúsinu

Orð eru álög, námskeið með Siggu Klingenberg

Opið erindi í Alþýðuhúsinu föstudaginn 4.nóv kl 12-13 - heit súpa og skemmtilegt erindi.

Lesa meira...


Verkefnabankinn

Verkefnabanki Þekkingarsetursins hefur því miður verið lítið notaður hingað til. Nú eru hinsvegar áformaðar breytingar á því og hvetjum við alla sem liggja á góðum hugmyndum að verkefnum til að setja þær í verkefnabankann.
 

Lesa meira...


Opið erindi í Sagnheimum

Í hádeginu í dag, föstudaginn 14. október var opinn fundur í Sagnheimum. Frummælandi á fundinum var Helga Hallbergsdóttir, safnastjóri Sagnheima.

Lesa meira...


Sagnheimar – lifandi safn?

Opið hádegiserindi í Sagnheimum – byggðarsafni, föstudaginn 14. október kl. 12:10
í boði Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Allir áhugasamir um safnastarfið í Eyjum eru hvattir til að mæta.

Lesa meira...


Haraldarvaka í Safnahúsinu

Sunnudaginn 2. október var í telefni af 100 ára fæðingardags Haraldar Guðnasona haldinn Haraldarvaka í Einarsstofu í anddyri Safnahússins.

Lesa meira...


Nýsköpunarmiðstöð

Fab Lab kennslan hafin á ný

Starfið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum er nú að komast á fullt skrið á ný eftir sumarleyfi. Kennsla í Fab 103 og Fab 203 Framhaldsskólanum í Eyjum er nú hafin og kennsla í Grunnskólanum hefst þann 1.september.

Lesa meira...


Sagnheimar

Sagnheimar fara vel af stað og er fjöldi gesta nú orðinn 2600 frá opnun safnsins.  Það má því segja að viðtökurnar hafa verið frábærar.

Lesa meira...


Viljum vekja athygli á eftirfarandi:

 Breytt fyrirkomulag úthlutana á safnliðum í fjárlögum

Lesa meira...


Þjóðhátíðin

Þjóðhátíðin framundan og Eyjamenn standa í ströngu við að undirbúa komu gesta, græja þjóðhátíðardóttið, mála súlur eða viðra tjöldin. Þjónustuskrifstofa ÞSV verður því með takmarkaðann opnurtíma á fimmtudag og föstudag fyrir þjóðhátíð. Söfnin, Sagnheimar og Sæheimar verða opin frá föstudegi til mánudags milli kl. 13:00 og 15:00. 

Lesa meira...


Opnun Sagnheima

 Laugardaginn 2. júlí sl. opnaði Byggðasafn Vestmannaeyja á ný við hátíðlega athöfn eftir miklar endurbætur.
 

Lesa meira...