Fréttir

Landsbyggð tækifæranna

Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni.
Haldin verður ráðstefna um þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni þann 8. júní, kl. 13-17.

Lesa meira...


Starfsmaður ÞSV útskrifast sem vélstjóri

Starfsmaður Þekkingarsetursins, Georg Skæringsson, útskrifaðist á dögunum frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja sem Vélstjóri með 2000 hestafla réttindi eða B-stig.

Lesa meira...


Tækifæri atvinnulífsins – Upptökumannvirki í Vestmannaeyjum

Fundur í dag föstudaginn 13.maí, kl:12:05-12:55 á Kaffi Kró. Húsið opnar kl: 11:45.
 
Ef þú ert iðnaðarmaður, rekur iðnfyrirtæki, tengist útgerð, ert í sveitarstjórn eða hefur áhuga á tækifærum varðandi nýtt upptökumannvirki ættirðu að mæta.

Lesa meira...


Fréttatilkynning

Haldinn verður fræðslufundur í AKÓGES fimmtudaginn 12. Maí kl: 20:30 um niðurstöður rannsókna á lunda og síli við Eyjar.

Lesa meira...


Starf safnstjóra laust til umsóknar

Ath. umsóknarfrestur er útrunninn!

Þekkingarsetur Vestmannaeyja leitar eftir starfmanni til að gegna stöðu safnstjóra Sagnheima, byggðarsafns. Safnstjóri mun starfa á safnasviði og í nánu samstarfi við starfsmenn ÞSV. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast rekstur safnsins, vinna að uppsetningu sýninga og varðveislu safngripa. Safnstjóri mun jafnframt vinna að ýmsum verkefnum er tengjast starfsemi Sagnheima og safnasviði ÞSV.

Lesa meira...


Styrkir úr tónlistarsjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr tónlistarsjóði, samkvæmt lögum um tónlistarsjóð nr. 76/2004 sbr. og reglur nr. 125/2005, til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu júní til ársloka 2011. Næst verður auglýst eftir umsóknum í október 2011 vegna verkefna á fyrri hluta árs 2012 .

Lesa meira...


Áhugaverð sýning í Norræna húsinu um mat.

Þessi sýning ætti að vera forvitnileg fyrir þá sem hafa áhuga á líffræði. Þar er m.a. fjallað um vistkerfisþjónustu, líffræðilegan breytileika og umgengni okkar við náttúruna.

 

Lesa meira...


hugleiðingar og framtíðarsýn frá Sæheimum

Í janúar 2010 tók Þekkingarsetur Vestmannaeyja yfir rekstur Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Safnið var stofnað árið 1964 og hefur Vestmannaeyjabær rekið safnið síðan þá. Safnið er ennþá eign bæjarins þó svo að Þekkingarsetrið sjái um rekstur þess.

Lesa meira...


Ferð kára til Utha Valley

Kári Bjarnason verkefnastjóri verkefnisins Handritin Heim fór til Utha Valley þar sem hann skrifaði undir samstarfssamning um áframhald á verkefninu Handritin Heim og uppbyggingu á sýningu sem byggir á sögu þess fólks sem yfirgaf Vestmannaeyjar og hélt í hina löngu og erfiðu ferð Vestur um haf þar sem þeir settust að.
 

Lesa meira...


Vaxtarsamningur Suðurlands . Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl

Vaxtarsamningur Suðurlands. Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl

Lesa meira...


Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr. Umsóknarfrestur til 1. apríl

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr.
Stjórn Menningar- og framfarsjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki samtals allt að 15 milljónum króna í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmælis Háskóla Íslands.

Lesa meira...


Styrkveitingar Menningarráðs Suðurlands. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars

Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.

Lesa meira...


Tækjasjóður 2011. Umsóknarfrestur er til 15. mars

Tækjasjóður auglýsir styrki til rannsóknastofnanna fyrir styrkárið 2011. Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 16:00.

Lesa meira...


Rannsóknarnámssjóður. Almennir styrkir. Umsóknarfrestur til 15. mars

Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2011. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki.

Lesa meira...


NATA styrkir. Umsóknarfrestur til 13. mars 2011

NATA auglýsir eftir styrkjum
Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Í samræmi við áherslubreytingu sem nýr samningur landanna kveður á um er nú hægt að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu, eins og verið hefur, og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

Lesa meira...


Bókmenntasjóður. Umsóknarfrestur til 15. mars

Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um útgáfu-, þýðinga-, ferða- og kynningaþýðingastyrki en næsti umsóknarfrestur fyrir þessa styrki rennur út 15. mars 2011.
 

Lesa meira...


Styrkir AÞS til atvinnuþróunar. Umsóknarfrestur til 18. mars

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar á starfssvæði sínu. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar með rekstur á Suðurlandi. Til ráðstöfunar, að þessu sinni, eru 5,0 m.kr.

Lesa meira...


Starf laust til umsóknar

Athygli er vakin á því að hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í verndun hafgæða á deild umhverfisverndar. Hjá stofnuninni ríkir faglegur metnaður og þverfaglegt samstarf er haft að leiðarljósi.

Lesa meira...


Eat Like a Viking

Kári Bjarnason verkefnastjóri verkefnisins Handritin Heim mun á næstu dögum leggja land undir fót og halda til Utha Valley þar sem hann mun skrifa undir samstarfssamning um áframhald á verkefninu Handritin Heim og uppbyggingu á sýningu sem byggir á sögu þess fólks sem yfirgaf Vestmannaeyjar og hélt í hina löngu og erfiðu ferð Vestur um haf þar sem þeir settust að.

Lesa meira...


7. febrúar 2011

Alþjóðlegt nám í Eyjum Fab Academy

Alþjóðlegt nám í Eyjum Fab Academy
Nú er hafin kennsla á ný í Fab Academy, alþjóðlegu námi þar sem kennd eru grundvallaratriði í stafrænni framleiðslutækni. Námið fer fram í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum en nú er hægt að sækja þetta nám á 13 stöðum víðsvegar um heiminn.

Lesa meira...