Fréttir

3. febrúar 2011

Nordplus styrkir. Menntun. Kynningarfundur 10. desember.

Umsóknarfrestur til 10 mars.
Landskrifstofa Nordplus
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins er landskrifstofa Nordplus og hefur umsjón með Menntaáætlun Nordplus og Norrænu tungumála- og menningaráætluninni. Þar að auki veitir landskrifstofan aðstoð og ráðgjöf um önnur verkefni á sviði menntamála er varða Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin 
 

Lesa meira...


3. febrúar 2011

Barnamenningarsjóður.

Umsóknarfrestur til 1. mars
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Lesa meira...


3. febrúar 2011

Menningarsjóður Íslands og Finnlands.

Umsóknarfrestur til 1. mars
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina.

Lesa meira...


3. febrúar 2011

Nora verkefnastyrkir.

Umsóknarfrestur til 1. mars
Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki hjá NORA er 1. mars n.k. NORA styrkir samstarfsverkefni á sviði sjávarútvegs, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, samgangna og flutninga og ýmiss annars samstarfs. Skilyrði er að verkefnin séu í samstarfi a.m.k. tveggja NORA-landa, þ.e. Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja. Styrkfjárhæð er að hámarki 500 þúsund danskar krónur og má ekki nema yfir 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Lesa meira...


3. febrúar 2011

Hönnunarsjóður Auroru.

Umsóknarfrestur til 15. febrúar.
Næsta úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru verður í mars 2011. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. febrúar.

Lesa meira...


3. febrúar 2011

Styrkir til atvinnumála kvenna.

Umsóknarfrestur til og með 7. febrúar
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna og nemur styrkupphæðin árið 2011 30 milljónum króna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991. 

Lesa meira...


1. febrúar 2011

Tækifæri atvinnulífsins

Opinn fundur á Kaffi Kró 11. febrúar n.k.
Tækifæri atvinnulífsins: Flugsamgöngur milli lands og Eyja. Opin fundur Föstudaginn 11. febrúar, kl. 12:05 - 12:55 á Kaffi Kró. Húsið opnar kl.11:45. Framsögumaður: Hörður Guðmundsson hjá Flugfélaginu Ernir. Súpa, brauð og kaffi á 1200 kr.
Skráning: hrafn@sudur.is, sími 481 2961 og frosti@nmi.is, sími 481 3355.

Lesa meira...


12.1.2011

Samningur gerður um rekstur Byggðasafnsins

Þekkingarsetur vestmannaeyja hefur gert samning við Vestmannaeyjabæ um rekstur á Byggðasafni Vestmannaeyja. Verið er að endurnýja sýningar safnsins og stefnt er að því að opna það að nýju fyrir sumarið 2011. Hönnun sýningarinnar er í höndum stýrihóps sem skipaður er af Sigurbergi Ármanssyni, Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og Páli Marvin Jónssyni. Stýrihópurinn starfar einnig náið með Sögusetrinu 1627. 

Lesa meira...


Smokkfiskur veiddist í höfninni

Seint í gærkveldi barst tilkynning til starfsmanns Sæheima um að stór Smokkfiskur væri á svamli í höfninni. Fór starfsmaður ásamt Einari Sigurmundssyni sem fyrstur kom auga á smokkfiskinn út á tuðru til að skoða hvort hægt væri að klófesta hann fyrir safnið. Smokkfiskurinn hafði svamlað þarna í höfninni í nokkurn tíma og fjölmargir vegfarendur stoppuðu til að fylgjast með gangi mála. 

Lesa meira...


22. desember 2010

Jólakveðja

Þekkingarsetur Vestmannaeyja sendir starfsfólki sínu og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Lesa meira...


17. desember 2010

Samfélagssjóður Landsvirkjunar

umsóknafrestur er til 25. desember.
Árið 2010 var stofnaður Samfélagssjóður Landsvirkjunar til að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar.
Landsvirkjun styrkir mörg góð málefni ár hvert og fyrirtækinu berast boð um að taka þátt í og styrkja áhugaverð verkefni. Samfélagssjóður Landsvirkjunar veitir styrki til lista, góðgerðar-, menningar-, íþrótta- umhverfis- og menntamála.
 

Lesa meira...


AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum um styrki.

6. desember 2010

Skilafrestur allra umsókna er til 1. febrúar 2011

Átaksverkefni, framhaldsverkefni og atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbygggð sem er nýr flokkur.

Lesa meira...


Styrkur til rannsóknar á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt er að nytja.

6. desember 2010

Umsóknarfrestur er til 31. desember 2010

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna.

Lesa meira...


24. nóvember 2010

Styrkir úr Húsafriðunarsjóði 2011. Umsóknarfrestur er til 1. desember

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2010
Húsafriðunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2011

Lesa meira...


24. nóvember 2010

Krásir - matur úr héraði. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 2010
Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir sem er fræðslu og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð. Í verkefnin verður boðið upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla.
Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á matvörum. Matvörurnar þurfa að vera ákveðin nýjung, en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar. Verkefnin þurfa einnig að vera í sterkum tengslum við ferðaþjónustu, t.d. með sölu beint til ferðamanna, á sveitahótelum, gististöðum eða í veitingahúsum á landsbyggðinni.

Lesa meira...


24. nóvember 2010

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2010.
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Lesa meira...


24. nóvember 2010

Styrkir úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2010

Umsóknafrestur er til 31. desember 2010
Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávar rannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna.
Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar umhverfis Ísland og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs.
 

Lesa meira...


22. nóvember 2010

Kynningarfundur um rannsóknarstyrki í siglinga- og samgöngurannsóknum

Rannís stendur fyrir kynningarfundi um siglinga- og samgöngurannsóknir þann 25. nóvember nk.
  • Dr. Ralf Fieldler frá Project Management Jülich í Þýskalandi kynnir fjármögnun samevrópskra siglinga- og samgöngurannsókna.
  • Dr. Skúli Þórðarson frá Vegsýn kynnir skipulag samgöngurannsókna á Íslandi og tengsl við evrópskt rannsóknarsamstarf.

Fundarstjóri er Jón Bernódusson, staðgengill forstöðumanns rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar Íslands
Að loknum erindum munu fyrirlesarar svara fyrirspurnum.
Fundurinn verður haldinn á Grand hótel Reykjavík kl. 9.00-11.00
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

 Nánari upplýsingar á www.rannis.is  eða  http://www.rannis.is/7ra/frettir/nr/2281/kynningarfundur-um-siglinga--og-samgongurannsoknir/

Lesa meira...


8. nóvember 2010

Kópurinn Golli flaug til Eyja

Kópurinn Golli kom með flugi til Vestmannaeyja sl. miðvikudag. Það var flugfélagið Ernir sem flaug með hann til Eyja endurgjaldslaust. Kópurinn fannst í Breiðdalsvík ósjálfbjarga og illa á sig kominn. Njáll Torfason fann kópinn og hafði samband við starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum.

Lesa meira...


5. nóvember 2010

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2010
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og með 15. nóvember 2010.
Frétt fengin frá vef Menningarráðs Suðurlands (sunnanmenning.is).

Lesa meira...