Fréttir

4. nóvember 2010

Safnahelgi Suðurlands 5 -7. nóvember

Ljósmyndasýning um safnahelgina
Safnahelgi Suðurlands verður 5-7 nóvember n.k. en þá verður á Fiskasafninu ljósmyndasýning Erlendar Bogasonar kafara. 
Sýningin samanstendur af ljósmyndum og kvikmyndabrotum sem Erlendur hefur tekið neðansjávar. Oft er þarna um að ræða sömu tegundir og er að finna í búrum safnsins og gaman að sjá atferli þeirra úti í náttúrunni.
Sýningin opnar föstudagskvöldið 5. nóvember klukkan 20. Safnið verður einnig opið á laugardaginum og sunnudeginum frá 13 til 16. Frítt er inn á safnið þessa helgi. Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarinnar.

Lesa meira...


30. september 2010

Auglýsing um styrk Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands

Umsóknir um styrk ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun póstleggist til Fræðslunets Suðurlands, Tryggvagötu 25, pósthólf 130, 802 Selfossi, í síðasta lagi 15. nóvember 2010.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Sjóðurinn starfar skv. neðangreindum reglum sem stjórnir Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands staðfestu fyrr á árinu.

Lesa meira...


Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi

Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til uppbyggingar klasa og framgang rannsóknar og þróunar á sviði útflutnings og gjaldeyrisskapandi viðskipta.
Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjörður.
 

Lesa meira...


24. ágúst 2010

Skattaafsláttur til nýsköpunarfyrirtækja

Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki, skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna fjárfestinga.
Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki ("nr. 152/2009"). Lögin kveða á um að fyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að skattyfirvöld veiti slíka ívilnun er gerð krafa um að Rannís veiti staðfestingu á að um nýsköpunarfyrirtæki sé að ræða í samræmi við ákvæði laganna. Gildir afgreiðslan fyrir yfirstandandi almanaksár.
 
Sjá nánar
 
 

Lesa meira...


1.júlí 2010

Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Þann 5. júlí n.k. kl. 11:00 verður haldinn ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Fundurinn verður haldinn í Þekkingarsetrinu að Strandvegi 50, þriðju hæð.

Lesa meira...


18.5.2010

Sumarafleysingar við útibú Hafró

Sumarafleysingar við útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Starfsmaður til þess að taka þátt í fiskmælingum og annarri starfsemi útibús stofnunarinnar í Vestmannaeyjum (t.d. úrvinnslu tengdri sílisrannsóknum).
Umsóknir þurfa að berast Hafrannsóknastofnuninni í síðasta lagi mánudaginn 25. maí. Annað hvort bréflega eða í tölvupósti hafro@hafro.is
Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um aldur, menntun, stöðu í námi og fyrri störf. Þá þurfa að fylgja nöfn tveggja meðmælenda.
 

Lesa meira...


21. apríl 2010

Kynningarfundur Surtsey

Kynningarfundur um rannsóknir í Surtsey og verndun eyjarinnar verður haldinn í Svölukoti, Strandvegi 97. Vestmannaeyjum, laugardaginn 24.apríl kl 13:00. PDF skjal með dagskrá og auglýsingu má nálgast hér.

Lesa meira...


15.04.2010

Líf kviknar

Árstíminn nú er mikilvægur fyrir vistkerfi hafsins. Sólin hækkar á lofti og hitastig sjávar rís. Þessi vorverk Móður Náttúru eru vísbending um að lífverur sjávar hafi nú aðgengi að næginlegri orku og næringu til að framfleita sér og vaxa. Lirfur humarsins brjótast undan halafótum móðurinnar og kviðpokaseiði loðnunar brjótast út úr hrogum sem þekja hafsbotninn á stórum svæðum undan Suðurströnd landsins.

Lesa meira...


26. mars 2010

Humaregg að klekjast

 Þessar vikurnar eru humarlirfur að klekjast úr eggjum í Sæheimum. Humar sem veiddist í gildrur í haust hefur verið í umhirðu í Sæheimum í þeim tilgangi að fylgjast með klaki. Tvö kvendýr voru með egg og hafa eggin verið að þroskast og dafna límd við halafætur kvendýrsins. Nú er svo komið að eggin eru að klekjast og náðum við nokkrum myndum af eggi og lirfu.

Lesa meira...


22. mars 2010

Skipt um hitamæli í Klettsvíkinni

Á fimm metra dýpi í Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum er hitasíriti sem skráir stöðugar hitasveiflur. Síritinn er því miður ekki beintengdur og fyllir því innra minnið á ákveðnum tímum og þarf þá að skipta um mæli. Í síðustu viku var farið og skipt um mæli og voru nokkrar myndir teknar við það tækifæri, myndirnar má sjá á myndasafninu.

Lesa meira...


Lifandi loðna á Fiskasafninu

Í gærkvöldi kom áhöfnin á Sighvati Bjarnasyni með lifandi loðnu á Fiskasafnið. Höfðu þeir verið á veiðum í Faxaflóa. Um var að ræða 250-300 loðnur af báðum kynjum, sem voru komnar langt í hrygningarþroska. Þeim var flestum komið fyrir í sama búrinu sem tekur um 4000 lítra með sandi á botninum.  Þar halda þær hópinn og synda um í lítilli torfu, sem reyndar virkar mjög stór í búrinu.

Lesa meira...


19. febrúar 2010

Kolkrabinn Jón Vídalín

Alls komu fjórir kolkrabbar á fiskasafnið í síðustu viku og er einn kolkrabbanna, að sögn Kristjáns Egilssonar, fyrrverandi safnstjóra, sá stærsti sem komið hefur á safnið hingað til. Það voru skipsverjar á togaranum Jóni Vídalín Ve sem komu með kolkrabbann á safnið og að því tilefni hefur kolkrabbinn fengið nafnið Vídalín.
Yfirleitt eru kolkrabbar mjög fælnir og fela sig helst fyrir safngestum, það á reyndar ekki við um Vídalín því hann á sér ágætan stein til að hvíla á fyrir miðjum tanki. Hinir þrír kolkrabbarnir eru ekki eins öruggir með sig og fela sig helst í gjótum og bak við steina í búrum sínum.  

Lesa meira...


15. febrúar 2010

Klasasprengja á Selfossi

Þann 11. febrúar síðastliðinn stóð Atvinnuþróunarfélag Suðurlands fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina Klasasprengja, samstarfsverkefni á Suðurlandi. Tilgangur ráðstefnunnar var að fagna góðum árangri samstarfs á Suðurlandi, kynna það fyrir hvert öðru og hvetja til frekari samstarfs og hugmyndavinnu á milli klasanna.

Lesa meira...


15. febrúar 2010

Nýjar tegundir

Enn bætast nýjar tegundir í safnið. Portlandið kom með enn fleiri nýjar tegundir í safnið í síðustu viku. Þrír kolkrabbar voru þar á meðal, hávar og urrarar. Ljóst er að kolkrabbarnir eru spennandi fyrir sýningargesti en það getur verið erfitt að koma auga á þá í búrum safnisns. Kolkrabbinn er næturdýr að upplagi og forðast því birtuna í búrunum með því að fela sig inn á milli steina og sjást því sjaldan. 

Lesa meira...


28. janúar 2010

Brynjólfur á leið í land

Togarinn Brynjólfur sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar hefur fengið um borð til sín sér útbúinn tank til að halda fiskum og öðrum sjávardýrum á lífi fyrir SÆHEIMA. Fréttir herma að í tankinn séu komnar spennandi tegundir sem ættu að vekja áhuga þeirra sem sækja fiskasafnið reglulega. Skipsverjar um borð eru bjartsýnir á að þessar tegundir komi lifandi í land.

Lesa meira...


12. janúar 2009

Samstarfsfundur um Sjávarútvegsmál

Næstkomandi fimmtudag, 14. janúar kl. 12:00, munu aðilar sem starfa að sjávarútvegsmálum innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV) boða til fundar í ÞSV 3. hæð í fundarsal. Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu. Gert er ráð fyrir að fundi verði lokið kl. 13:00.

Lesa meira...


6. janúar 2010

Sæheimar

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur tekið yfir rekstur Náttúrugripa- og fiskasafns Vestmannaeyja. Þekkingarsetrið tók við rekstrinum 1. janúar 2010 samkvæmt verksamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ.

Lesa meira...


18.12.2009

Ný grein um stöðu lundastofnsins í Vestmannaeyjum

Í sjötta tölublaði Fugla 2009, birtist grein um stöðu lundastofnsins í Vestmannaeyjum. Greinin er eftir Erp S. Hansen og vísindamenn Náttúrustofu Suðurlands.

Lesa meira...


14. desember 2009

Dýpkun borholu við Sæheima lokið

Lokið hefur verið við að dýpka sjóholuna við Sæheima. Holan var í fyrstu dýpkuð niður á 19 metra. Seltan jókst við það í um 30 prómill en enn vantaði upp á stöðugleika. Ákveðið var að dýpka enn frekar og fóðra. Holan er nú komin niður á 33 metra með fóðringu alla leið. Vonir standa til að holan verði nú með bæði selturíkari sjó og ekki eins sveiflukenndann. Hitastigið ætti að haldast nokkuð svipað og fyrir dýpkun  eða um 10°C. 

Lesa meira...


30. september 2009

Heimsókn háskólanema

Þann 5. október kemur til Eyja hópur af háskólanemum úr Líf- og Umhverfisvísindadeild. Um er að ræða námsferð þar sem nemendur vinna að hinum ýmsu verkefnum í 3-5 manna hópum. Búast má við því að heimamenn verði vel varir við nemana, enda verða þeir á ferð og flugi um Eyjuna við gagnasöfnun og úrvinnslu verkefna. Alls eru nemendurnir um 40 talsins. Umsjón með nemendunum hafa Anna Karlsdóttir og Bjarni Reynisson.

Lesa meira...