Fréttir

29. september 2009

Áhrif yfirborðsvinda á far skrofu

Ný grein hefur nú verið birt eftir Yann Kolbeinsson og félaga. Greinin fjallar um áhrif yfirborðsvinda á far skrofu. Í greininni er fjallað um þrjár tegundir og þær bornar sama. Yann Kolbeinsson var starfsmaður Náttúrustofu Suðurlands og fóru merkingarnar á skrofu hér við land fram í Ystakletti.

Lesa meira...


6. september 2009

Sæheimar

Sjávarrannsóknamiðstöðin Sæheimar ætti að geta hafið störf í nóvember 2009. Aðstaðan hefur verið í byggingu á undanförnum mánuðum þar sem allt kapp hefur verið lagt í að gera aðstöðuna vel úr garði án þess að bruðla með fjármagn. Ráðin hefur verið starfsmaður til að vinna að uppbyggingu aðstöðunnar og annast eftirlit með henni. Sjórinn í aðstöðuna kemur úr holu sem liggur við norður hluta hússins. Búið er að fóðra holuna, hreinsa, setja upp dælur og lagnir frá holunni upp í safntank á annarri hæð hússins. All nokrar myndir eru komnar inn á myndasafnið frá standsetningu sjóholunnar. 

Lesa meira...


28.08.2009

Pysjurnar að koma

Fyrstu lundapysjurnar eru komnar. Þær eru mjög seint á ferðinni í ár eins og búist hafði verið við og allt bendir til að þær verði fáar. Pysjueftirlitið verður starfrækt með sama sniði og undanfarin ár. Mikilvægt er að geta borið saman fjölda og ástand pysjanna milli ára og því eru þeir sem finna pysjur beðnir um að koma með þær á Fiskasafnið í vigtun og vængmælingu.
 

Lesa meira...


19. júní 2009

Ársskýrsla fyrir árið 2008

Ársskýrsla Þekkingarseturs Vestmannaeyja fyrir árið 2008 er nú aðgengileg á netinu undir hnappnum Miðlun- og fræðsla, greinar- og skyrslur hér til vinstri.

Lesa meira...


12. júní 2009

Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja

Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja verður haldinn mánudaginn 15. júní kl. 10:30. Fundurinn verður haldinn í Þekkingarsetrinu að Strandvegi 50 í Vestmannaeyjum.

Lesa meira...


10. júní 2009

RANNSÓKNIR Á SANDSÍLI

Grein um rannsóknir á sandsíli er nú aðgengilega hér á heimasíðunni. Höfundar greinarinnar eru
Valur Bogason og Kristján Lillendahl og ber greinin nafnið: RANNSÓKNIR Á SANDSÍLI / AN INITIATION OF SANDEEL MONITORING IN ICELAND. Greinin birtist í fjölriti Hafrannsóknastofnunarinnar Þættir úr Vistfræði sjávar 2008. Nánar upplýsingar má hér á síðunni undir liðnum ,,Greinar og skýrslur".
 

Lesa meira...


5. júní 2009

Um 200 manns á málþingi

Alls mættu um 200 manns á málþingið "Auðlindastýring og fyrningarleiðin" sem haldið var í Höllinni í gær. Þessi góða mæting undirstrikar mikilvægi þess að virk umræða fari fram um málefnið og að sjávarútvegurinn og ríkisstjórn landsins nái fram sameiginlegri niðurstöðu þar sem tekið er mið af sjónarmiðum beggja aðila.

Lesa meira...


28. maí 2009

Málþing um Auðlindastýringu

Málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum þann 4. júní 2009.

Lesa meira...


27. maí 2009

Ráðstefnurit

Ráðstefnurit með samantekt niðurstaðna frá ráðstefnunni "Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi" má nálgast hér á pdf formi. 

Lesa meira...


14. maí 2009

Vel heppnuð ráðstefna

Ráðstefnan ,,Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi" var haldin síðastliðinn föstudag og þótti takast mjög vel.
Markmiðið var að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og fulltrúa rannsókna- og eftirlitsstofnanna í þeim tilgangi að ræða möguleika til frekara samstarfs milli þessara aðila. Samstarfs sem getur leitt til markvissari vinnubragða, við rannsóknir, við eftirlit, við stjórnun veiða og ekki síst við veiðar og vinnslu.

Lesa meira...


Skráning á ráðstefnuna

 Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi.
Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunar.
Skráning á: http://setur.is/radstefnur/

Lesa meira...


Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum

ráðstefna 8. maí 2009 í Vestmannaeyjum, frá kl. 9 - 16
Þann 8. maí n.k. verður haldin ráðstefna á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Ráðstefnan ber yfirskriftina ,,Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi".

Lesa meira...


4. mars 2009

Heimsókn Sjávarútvegsfræðinema

Í dag koma til Vestmannaeyja nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Munu þeir dvelja í Eyjum fram föstudag. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast sjávarútvegnum í Eyjum og rannsóknum og fræðastarfi í Setrinu. Áætlað er að nýta tíman vel og heimsækja allar helstu fiskvinnslurnar í Eyjum ásamt því að ræða við útgerðir og frammámenn í atvinnulífinu.

Lesa meira...


25. febrúar 2009

Öskudagsheimsóknir

Í dag er öskudagur og allskonar kynjaverur á sveimi í bænum. Hingað í heimsókn hafa komið sjóræningjar, górillur, ungabörn, dracula og önnur skrýmsli sem hafa sungið af mikilli innlifun og fengið að launum þrist og dumle karamellur!!!

Lesa meira...


12. febrúar 2009

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs

Síðastliðinn mánudag átti Þekkingarsetur Vestmannaeyja stefnumót við atvinnulífið. Stefnumótið fór fram í Alþýðuhúsinu og verður að segjast að það hafi tekist með ágætum. Markmiðið með stefnumótinu var að kynna þá starfsemi sem fram fer í Þekkingarsetrinu og opna á nýja samstarfsfleti milli Þekkingarseturs og atvinnulífsins.

Lesa meira...


3. febrúar 2009

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs

Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður fulltrúum atvinnulífsins og almenningi á opinn vinnufund þann 9.febrúar kl.17.00 í Alþýðuhúsinu.

Lesa meira...


11. desember 2008

Sjöunda rannsóknaráætlun ESB

Hvað er Sjöunda rannsóknaráætlun ESB? Umsóknarferlið og hugmyndavinnan.
Þann 8. janúar 2009 mun Þekkingarsetur Vestmannaeyja í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir námskeiði um umsóknarferli Sjöundu Rannsóknaáætlunar ESB. Kennari verður Dr. Sigurður G. Bogason en hann þekkir vel til atvinnulífsins í Vestmannaeyjum og starfar sem framkvæmdastjóri hjá MarkMar ehf. sem er rannsóknafyrirtæki sem veitir þjónustu við gerð umsókna.

Lesa meira...


10. desember

Gjafabréf ISDIVE

Nú er í boði að kaupa gjafabréf fyrir köfunarnámskeið hjá ISDIVE. Um er að ræða innborgun á námskeið frá 20.000 krónum. Veittur er 10% afsláttur af námskeiðum með framvísun gjafabréfsins. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
 

Lesa meira...


4. desember 2008

Sýnataka vegna sýkingar í síld

Fréttir af sýkingu í síldarstofninum við Íslandsstrendur valda sjávarútvegnum miklum áhyggjum. Ljóst er að sýkingin gerir það að verkum að síldin verður óhæf til manneldis og því getur farið svo að að öll síld sem veiðist fari í bræðslu. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum vinna hörðum höndum við sýnatöku til að safna upplýsingum um þennan skaðvald og til að meta tíðni sýkingarinnar.

Lesa meira...


4. des.2008

Fyrsta námskeið ISDIVE

Mjög vel heppnað köfunarnámskeið á vegum ISDIVE var haldið helgina 14.-15. nóvember. Kennarar voru þau Finnbjörn Finnbjörnsson og Anna María Einarsdóttir frá Scuba Iceland.

Lesa meira...