Fréttir

4.des.2008

Samkeppni um pysjuhótel

Pysjueftirlitið Brúsi bjargfasti hefur verið starfrækt frá 2003 en það er fólgið í því að krakkar sem finna lundapysjur vigta pysjurnar og skila inn gögnum eða koma með þær á Nárttúrugripa- og fiskasafnið þar sem þær eru vigtaðar og vængmældar. Þannig er hægt að fylgjast með ástandi pysjanna og hvenær þær yfirgefa holurnar.

Lesa meira...


14. nóvember 2008

Surtsey 45 ára

Í dag, 14. nóvember, eru liðin 45 ár frá því að skipsverjar á Ísleifi II frá Vestmannaeyjum urðu varir við neðansjávargos, 18 km suðvestur af Heimaey.

Lesa meira...


10. nóvember 2008

Sambýli manns og lunda

Opnun á sýningunni „Sambýli manns og lunda"
Föstudaginn 7. nóvember sl. var sýningin ,,Samspil manns og lunda" opnuð á Náttúrugripa- og fiskasafni Vestmannaeyja. Sýninginn er sett upp af Kristjáni Egilssyni, forstöðumanni safnsins. Sýningin fjallar um lunda og þátt hans í samfélaginu í Eyjum. Einnig fjallar sýningin um ýmsar rannsóknir sem stundaðar hafa verið á lunda og eru birtar niðurstöður úr nokkrum þeirra. 
 

Lesa meira...


3. nóv 2008

ÍSDIVE

Opnar heimasíðu
ÍSDIVE hefur opnað heimasíðu sína, www.isdive.is. ISDIVE verkefnið hefur það markmið að veita almenn köfunarþjónustu fyrir ferðamenn, setja upp almenna sportköfunarnámskeið og vinna að því að setja upp námskeið sem veita rannsóknar- og atvinnukafararéttindi.
 

Lesa meira...


Rannsóknir á Háhyrningum

Þekkingarsetur Vestmannaeyja er í samstarfi við Háskólann í St Andrews (UK) um rannsóknir á háhyrningum. Lýsing á verkefninu má sjá undir ,,verkefni" og eru myndirnar teknar við rannsóknir í sumar við Vestmannaeyjar.

Lesa meira...


Skráningarblöð fyrir Pysjueftirlitið

Skráningarblöð fyrir Pysjueftirlitið er hægt að fá hér á pdf- formi til útprentunar.

Lesa meira...


Pysjueftirlitið

Við viljum þakka öllum þeim sem komu til okkar með lundapysjur í vigtun og vængmælingu á Fiskasafnið. Þátttaka í pysjueftirlitinu var mjög góð og þegar hafa verið skráðar nálægt 1200 pysjur. En til að fá lokatöluna viljum við biðja þá sem eiga eftir að skila skráningarblöðum með vigtunartölum að koma þeim til okkar fljótlega annað hvort á Fiskasafnið (opið sunnudaga 15-17) eða í Rannsóknasetrið við Strandveg (opið virka daga 8-16).

Lesa meira...


Pysjurnar farnar að sýna sig

Svo virðist sem lundapysjurnar séu að yfirgefa holurnar þessa dagana.  Þær eru  talsvert seinna á ferðinni en í meðalári en þær pysjur sem hafa verið vigtaðar og mældar á Fiskasafninu hafa verið í nokkuð góðu ástandi.  Þær eru talsvert þyngri en pysjurnar sem voru að finnast í fyrra og ekki er mikið um dúnaðar pysjur.  Ástandið virðist því vera skárra en það var í fyrra og skárra en óttast var.  Lundinn hefur sést vera að bera síli í holurnar síðustu vikur og hugsanlega hefur það orðið til þess að þær pysjur sem enn voru á lífi hafi náð að braggast.

Lesa meira...


Nýjar aldursgreiningar á bergi frá Heimaey

Opið  fræðsluerindi verður haldið miðvikudaginn 16. maí,
kl. 12:15 í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja, Strandvegi 50, 3ju hæð.

Fyrirlesari er Dr. Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands.

Lesa meira...