3. nóv 2008

ÍSDIVE

Opnar heimasíðu

12.11.2008
ÍSDIVE hefur opnað heimasíðu sína, www.isdive.is. ISDIVE verkefnið hefur það markmið að veita almenn köfunarþjónustu fyrir ferðamenn, setja upp almenna sportköfunarnámskeið og vinna að því að setja upp námskeið sem veita rannsóknar- og atvinnukafararéttindi.
 
Að verkefninu koma eftirtaldir aðilar: Sætak ehf. Hótel Þórshamar ehf., Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Vikingtours og Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Verkefnið hefur fengið styrki frá Vaxtasamningi Suðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og frá Byggðastofnun vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar gegn niðurskurði á þorskkvóta.