3. febrúar 2009

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs

03.02.2009
Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður fulltrúum atvinnulífsins og almenningi á opinn vinnufund þann 9.febrúar kl.17.00 í Alþýðuhúsinu.
Markmiðið með fundinum er að kynna almenningi og fulltrúum atvinnulífsins í Vestmannaeyjum fyrir starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Jafnframt verða settir upp umræðuhópar þar sem ræddar verða hugmyndir að verkefnum og hvernig slíkar hugmyndir geta orðið að veruleika. 
Dagskrá:
A. Kynning starfsmanna ÞSV á sinni stofnun eða fyrirtæki
1. Þekkingarsetur Vestmannaeyja
2. Rannsóknarþjónustan
3. Matís
4. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
    Stutt hlé
5. Náttúrustofa
6. Surtseyjarstofa
7. Hafrannsóknastofnunin
8. Viska
9. Nýsköpunarmiðstöð Íslands
B. Kaffihlé, veggspjöld og myndasýning
C. Umræðuhópar - Styrkjum samfélagið með góðu samstarfi
  • Sjávarútvegur og atvinnumál
  • Náttúra og ferðamennska
  • Menntun 
Þrír vinnuhópar þar sem starfsmenn ÞSV og fulltrúar úr atvinnulífinu stýra umræðum í hverjum hóp fyrir sig og setja niður hugmyndir, markmið, tillögur o.s.frv. Öllum er frjálst að taka þátt í umræðuhópum.
Í lok fundar verður stutt samantekt kynnt úr hverjum umræðuhópi.