5. júní 2009

Um 200 manns á málþingi

05.06.2009
Alls mættu um 200 manns á málþingið "Auðlindastýring og fyrningarleiðin" sem haldið var í Höllinni í gær. Þessi góða mæting undirstrikar mikilvægi þess að virk umræða fari fram um málefnið og að sjávarútvegurinn og ríkisstjórn landsins nái fram sameiginlegri niðurstöðu þar sem tekið er mið af sjónarmiðum beggja aðila.
Ljóst er að mikil óánægja er innan sjávarútegsins á fyrirhugaðri fyrningarleið ríkisstjórnarinnar. Fulltrúar smábátaeiginda, útgerðar, atvinnulífsins og fiskverkafólks töluðu öll gegn fyrningarleiðinni og óttuðust afleiðingarnar ef staðið verður við þau áform að hún taki gildi í september 2010 líkt og áformað er. Þórólfur Matthíasson taldi hinsvegar að fyrningarleiðin muni geta leyst hluta af vanda "Gjafakvótakerfisins" með því að draga úr yfirfjárbindingu í veiðum og lækka vaxtagreiðslur.
 
Hægt er að nálgast glærur frá fyrirlestrunum á heimasíðu málþingsins: http://www.setur.is/radstefnur/