12. júní 2009

Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja

12.06.2009
Ársfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja verður haldinn mánudaginn 15. júní kl. 10:30. Fundurinn verður haldinn í Þekkingarsetrinu að Strandvegi 50 í Vestmannaeyjum.
Á ársfundi Þekkingarsetursins eiga rétt til setu, fulltrúar stofnaðila og fer hver stofnaðili með eitt atkvæði. Þá eiga forstöðumenn stofnana og fyrirtækja sem starfa innan Þekkingarsetursins og fulltrúar í ráðum og nefndum á vegum þess rétt til setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti. 
Dagskrá Ársfundarins er sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla reikninga
3. Kosning stjórnar og endurskoðenda
4. Þóknun til stjórnarmanna
5. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá
6. Starfs- og rekstraráætlun yfirstandandi árs
7. Önnur mál