28.08.2009

Pysjurnar að koma

28.08.2009
Fyrstu lundapysjurnar eru komnar. Þær eru mjög seint á ferðinni í ár eins og búist hafði verið við og allt bendir til að þær verði fáar. Pysjueftirlitið verður starfrækt með sama sniði og undanfarin ár. Mikilvægt er að geta borið saman fjölda og ástand pysjanna milli ára og því eru þeir sem finna pysjur beðnir um að koma með þær á Fiskasafnið í vigtun og vængmælingu.