6. september 2009

Sæheimar

07.09.2009
Sjávarrannsóknamiðstöðin Sæheimar ætti að geta hafið störf í nóvember 2009. Aðstaðan hefur verið í byggingu á undanförnum mánuðum þar sem allt kapp hefur verið lagt í að gera aðstöðuna vel úr garði án þess að bruðla með fjármagn. Ráðin hefur verið starfsmaður til að vinna að uppbyggingu aðstöðunnar og annast eftirlit með henni. Sjórinn í aðstöðuna kemur úr holu sem liggur við norður hluta hússins. Búið er að fóðra holuna, hreinsa, setja upp dælur og lagnir frá holunni upp í safntank á annarri hæð hússins. All nokrar myndir eru komnar inn á myndasafnið frá standsetningu sjóholunnar.