14. desember 2009

Dýpkun borholu við Sæheima lokið

14.12.2009
Lokið hefur verið við að dýpka sjóholuna við Sæheima. Holan var í fyrstu dýpkuð niður á 19 metra. Seltan jókst við það í um 30 prómill en enn vantaði upp á stöðugleika. Ákveðið var að dýpka enn frekar og fóðra. Holan er nú komin niður á 33 metra með fóðringu alla leið. Vonir standa til að holan verði nú með bæði selturíkari sjó og ekki eins sveiflukenndann. Hitastigið ætti að haldast nokkuð svipað og fyrir dýpkun  eða um 10°C.