6. janúar 2010

Sæheimar

06.01.2010
Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur tekið yfir rekstur Náttúrugripa- og fiskasafns Vestmannaeyja. Þekkingarsetrið tók við rekstrinum 1. janúar 2010 samkvæmt verksamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ.
Áætlað er að starfsemin verði með hefðbundnum hætti fram á vor 2010 en að tíminn verði notaður til að vinna að nýungum fyrir sumarið og nýrri framtíðarsýn fyrir safnið þar sem stefnt er að því að sameina starfsemi safnsins og sjávarrannsóknamiðstöðvarinnar í Sæheimum að Strandvegi 30. Margrét Lilja Magnúsdóttir starfsmaður hjá Þekkingarsetrinu mun taka yfir daglega umsjón með safninu.