28. janúar 2010

Brynjólfur á leið í land

28.01.2010
Togarinn Brynjólfur sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar hefur fengið um borð til sín sér útbúinn tank til að halda fiskum og öðrum sjávardýrum á lífi fyrir SÆHEIMA. Fréttir herma að í tankinn séu komnar spennandi tegundir sem ættu að vekja áhuga þeirra sem sækja fiskasafnið reglulega. Skipsverjar um borð eru bjartsýnir á að þessar tegundir komi lifandi í land.
Sæheimar kunna áhöfninni á Brynjólfi bestu þakkir fyrir aðstoðina. Sæheimar eiga tvo tanka sérstaklega útbúna fyrir lifandi fiska og vonumst við til þess að fá reglulega spennandi tegundir í safnið. Áhugasamir sjómenn eða útgerðarmenn eru sérstaklega beðnir um að hafa okkur í huga ef þeir telja sig vera að fara á mið með áhugasömum tegundum fyrir safnið.