15.04.2010

Líf kviknar

15.04.2010
Árstíminn nú er mikilvægur fyrir vistkerfi hafsins. Sólin hækkar á lofti og hitastig sjávar rís. Þessi vorverk Móður Náttúru eru vísbending um að lífverur sjávar hafi nú aðgengi að næginlegri orku og næringu til að framfleita sér og vaxa. Lirfur humarsins brjótast undan halafótum móðurinnar og kviðpokaseiði loðnunar brjótast út úr hrogum sem þekja hafsbotninn á stórum svæðum undan Suðurströnd landsins.
Það sem þessar lífverur eiga m.a. sameiginlegt er að þær eru hluti af vistkerfi Vestmannaeyja sem við Eyjamenn og Íslendingar byggjum okkar afkomu á. Meðfylgjandi eru myndir af ungviðum þessara tegunda sem hafa verið klaktar út í Sæheimum. Myndirnar sýna lirfur humarsins á öðru stigi og seiði loðnunar með örlitla næringu í kviðpoka sínum. Fleiri myndir má sjá í myndasafni Setursins.