18.5.2010

Sumarafleysingar við útibú Hafró

18.05.2010
Sumarafleysingar við útibú Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Starfsmaður til þess að taka þátt í fiskmælingum og annarri starfsemi útibús stofnunarinnar í Vestmannaeyjum (t.d. úrvinnslu tengdri sílisrannsóknum).
Umsóknir þurfa að berast Hafrannsóknastofnuninni í síðasta lagi mánudaginn 25. maí. Annað hvort bréflega eða í tölvupósti hafro@hafro.is
Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um aldur, menntun, stöðu í námi og fyrri störf. Þá þurfa að fylgja nöfn tveggja meðmælenda.