4. nóvember 2010

Safnahelgi Suðurlands 5 -7. nóvember

Ljósmyndasýning um safnahelgina

04.11.2010
Safnahelgi Suðurlands verður 5-7 nóvember n.k. en þá verður á Fiskasafninu ljósmyndasýning Erlendar Bogasonar kafara. 
Sýningin samanstendur af ljósmyndum og kvikmyndabrotum sem Erlendur hefur tekið neðansjávar. Oft er þarna um að ræða sömu tegundir og er að finna í búrum safnsins og gaman að sjá atferli þeirra úti í náttúrunni.
Sýningin opnar föstudagskvöldið 5. nóvember klukkan 20. Safnið verður einnig opið á laugardaginum og sunnudeginum frá 13 til 16. Frítt er inn á safnið þessa helgi. Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarinnar.