17. desember 2010

Samfélagssjóður Landsvirkjunar

umsóknafrestur er til 25. desember.

17.12.2010
Árið 2010 var stofnaður Samfélagssjóður Landsvirkjunar til að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar.
Landsvirkjun styrkir mörg góð málefni ár hvert og fyrirtækinu berast boð um að taka þátt í og styrkja áhugaverð verkefni. Samfélagssjóður Landsvirkjunar veitir styrki til lista, góðgerðar-, menningar-, íþrótta- umhverfis- og menntamála.
 
Þau gildi sem úthlutunarnefnd Samfélagssjóðsins vinnur eftir og horfir til í umsóknum eru: frumkvæði, samstarf, kjarkur og jákvæðni. Grunnstoð samfélagssjóðsins er efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg sjálfbærni.
Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðunum ársfjórðungslega, Umsóknarfrestur er 25. mars, 25. júní, 25. september og 25. desember ár hvert. Stjórn sjóðsins er skipuð starfsfólki Landsvirkjunar. Stjórnin er skipuð fólki þvert á fyrirtækið og þess gætt að fólk hafi misjafnan bakgrunn í starfi og gætt er að kynjahlutfalli við skipun í stjórn.
Þeir sem vilja sækja um styrk til Landsvirkjunar geta notað þetta umsóknareyðublað, í umsókninni þarf að koma fram markmið verkefnisins, tímarammi þess og hvernig verkefnið styður við markmið, gildi og grunnstoðir sjóðsins. Einnig þarf að koma fram sú upphæð sem óskað er eftir.
Landsvirkjun vinnur einnig með ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á vegum nýsköpunar, lista, hönnunar og umhverfismála. Þeir sem hafa áhuga á samstarfsverkefnum með Landsvirkjun á þessum sviðum geta haft samband beint við Rögnu Söru Jónsdóttur yfirmann samskiptasviðs Landsvirkjunar á netfangið sara@lv.is