Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr. Umsóknarfrestur til 1. apríl

10.03.2011
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr.
Stjórn Menningar- og framfarsjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki samtals allt að 15 milljónum króna í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmælis Háskóla Íslands.
Tilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá:
“Að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum”.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á netinu: www.ludvigstorr.is
Senda ber umsóknir til Menningar- og framfarasjóðs Luvigs Storr, Laugavegi 15, 101 – Reykjavík í ábyrgðarpósti fyrir 1.apríl nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 861 – 3173