Tækjasjóður 2011. Umsóknarfrestur er til 15. mars

10.03.2011
Tækjasjóður auglýsir styrki til rannsóknastofnanna fyrir styrkárið 2011. Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 16:00.
Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eru eftirtalin atriði lögð til grundvallar:
1)  Að tækin eða búnaðurinn séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda
2)  Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður og markáætlun um öndvegissetur og klasa styrkir.
3)  Að tækin eða búnaðurinn séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.
4)  Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti.
5)  Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.
6)  Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna.
Nánari upplýsingar um sjóðinn, reglur og umsóknir er að finna hér.