Starf safnstjóra laust til umsóknar

20.04.2011

Ath. umsóknarfrestur er útrunninn!

Þekkingarsetur Vestmannaeyja leitar eftir starfmanni til að gegna stöðu safnstjóra Sagnheima, byggðarsafns. Safnstjóri mun starfa á safnasviði og í nánu samstarfi við starfsmenn ÞSV. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast rekstur safnsins, vinna að uppsetningu sýninga og varðveislu safngripa. Safnstjóri mun jafnframt vinna að ýmsum verkefnum er tengjast starfsemi Sagnheima og safnasviði ÞSV.

Um er að ræða 60% starfshlutfall en með möguleika á fullu starfi með verkefnatengdri fjármögnun.
 
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir góðri tölvu- og tungumálakunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu á sviði reksturs og safnamála.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitafélaga. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 694-1006. Umsóknum skal skila á tölvutæku formi á netfangið pmj@eyjar.is eða í umslagi stíluðu á Þekkingarsetur Vestmannaeyja,Strandvegi 50, merkt: Starf safnstjóra.

Frestur til að skila inn umsókn rennur út 10. maí 2011.