Tækifæri atvinnulífsins – Upptökumannvirki í Vestmannaeyjum

13.05.2011
Fundur í dag föstudaginn 13.maí, kl:12:05-12:55 á Kaffi Kró. Húsið opnar kl: 11:45.
 
Ef þú ert iðnaðarmaður, rekur iðnfyrirtæki, tengist útgerð, ert í sveitarstjórn eða hefur áhuga á tækifærum varðandi nýtt upptökumannvirki ættirðu að mæta.
Á fundinn munu koma fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og halda erindi sem fjallar m.a. um gerð mannvirkis, kostnað, fyrirhugaðan rekstur mannvirkisins, hvernig tryggja megi sem besta arðsemi af framkvæmdinni, hvaða tækifæri liggja fyrir atvinnulífið hér í Eyjum.
 
Einnig er gert ráð fyrir því að á fundinum komi svör varðandi fyrirhugað útboð og rekstur mannvirkis, með hvaða hætti mannvirkið verði rekið í framtíðinni og tækifæri sem fylgja því.
 
Þá verður fjallað um hvaða skipum upptökumannvirkið getur sinnt, hvaða tækifæri liggja fyrir iðnaðarmenn, hvaða tækifæri liggja fyrir útgerðarmenn ásamt því hvernig verður þjónusta upptökumannvirkis verðlögð?
 
Fundarmönnum verður að lokum gefinn kostur á að koma spurningum á framfæri við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar varðandi málið.
 
Allir eru velkomnir, skráðu þig í tölvupósti á hrafn@sudur.is, eða í síma 481 2961 eða frosti@nmi.is s: 481 3355.
Súpa, brauð og kaffi á 1.200 kr.