Sagnheimar

01.09.2011
Sagnheimar fara vel af stað og er fjöldi gesta nú orðinn 2600 frá opnun safnsins.  Það má því segja að viðtökurnar hafa verið frábærar.
Aðsókn frá því safnið opnaði á ný 2. júlí 2011 hefur verið alveg frábær og eru gestir nú orðnir um 2.600. 
Áhugasvið gesta er jafn fjölbreytt og safnið sjálft, leitað er að forfeðrum sem fóru til Utah á 19. öld á mormónavegg, færeyskur gestur kom til að athuga hvort líkön væru til af bátum með færeyska laginu og fann bæði bát og texta um afa sinn sem var merkur bátasmiður í upphafi 20. aldar og börnin koma reglulega og heimsækja ræningjahellinn. 
 
Frá 15. september tekur við vetraropnun og verður þá aðeins opið á laugardögum og síðan eftir samkomulagi við safnvörð. Safnið mun þó alls ekki leggjast í dvala því nú á að bretta upp ermar og ljúka við það sem ekki náði að klárast fyrir opnunina s.s. messann.