Opið erindi í Sagnheimum

14.10.2011
Í hádeginu í dag, föstudaginn 14. október var opinn fundur í Sagnheimum. Frummælandi á fundinum var Helga Hallbergsdóttir, safnastjóri Sagnheima.
 Í erindi sínu kom Helga víða við í umfjöllun um starfsemi safnsins. Sagði Helga m.a. frá heimsókn hennar og Margrétar Lilju, safnstjóra Sæheima til Skagafjarðar en þar var Safnaskólinn haldinn fyrr í mánuðinum. Fjallaði Helga um nýjar hugmyndir í safnastarfinu, aukið samstarf milli safna og svokölluð farandssöfn. Það er greinilega mikil gróska í safnastarfi landsmanna og spennandi verkefni framundan.
Mættingin á fundinn var mjög góð sem sýnir að opnir fundir þar sem fjallað er um starfsemi Þekkingarsetursins eiga fullt erindi til almennings. Áætlað er að næsti fundur verði í byrjun nóvember og mun Viska, fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja skipuleggja fundinn.