Verkefnabankinn

21.10.2011
Verkefnabanki Þekkingarsetursins hefur því miður verið lítið notaður hingað til. Nú eru hinsvegar áformaðar breytingar á því og hvetjum við alla sem liggja á góðum hugmyndum að verkefnum til að setja þær í verkefnabankann.
 
Hér að neðan má sjá hvernig hugmyndin er kynnt á vefnum og skráningarform kemur upp ef þú fylgir þessum tengli:http://www.setur.is/main.php?p=100&i=50
 
 
Verkefnabanki
 
Dagsetning : 02-11-2011
Heiti Verkefnis: Vöktun umhverfisskilyrða sjávar á Selvogsbanka
Flokkur: Sjavarutvegur, Menntun, Natturufraedi,
Annað við flokk: Annað hvað...
 
Lýsing: Vöktun umhverfisskilyrða: hita & seltu. Blaðgrænumagns, átumagns og tegundasamsetningu átu að vori. Markmið er að mæla breytileika í umhverfi og grunnþáttum vistkerfisins milli ára. Tilgangurinn er að tengja þessar breytingar við stofnbreytingar rándýra á svæðinu eins og bolfiska, sandsílis og lunda.
Staða verkefnisins: Tillaga að samstarfsverkefni
Framkvæmd: Sýnataka 2-4/mánuði í apríl-júní (vortoppurinn) á stöð V1 etv V2. Bátur með krana, bongóháfar, sonda, sjálfvirkir hitamælar? Clorophyl greiningabúnaður.
Tími: Langtímaverkefni.
Samstarfsaðilar: Sýnataka: Þekkingarsetur, Hafró, Náttúrustofa Suðurlands, Sæheimar, Matís. Úrvinnsla: Rannsóknaþjónusta Vey., Hafró.
Mannafl: Sýnatöku skipt á milli samstarfsaðila. Mæling blaðgrænu - innanhúss. Úrvinnsla á krabbadýrum - sérfræðingar Hafró Rvík.
Kostnaður: Tabula rasa. Einhver startkostnaður til búnaðarkaupa en frekast rekstrarkostnaður. Laun samstarfsaðila mótframlag.
Höfundur: Anon
Verkefnishópur: Mætti mynda klasa um vöktun grunnskilyrða sjávarvistkerfis Selvogsbanka.
Verkefnisstjóri: N.N.
Fjárhagslegur ávinningur: Neikvæður, en vísindalegur ávinnigur jákvæður.
Næstu skref: Áhugakönnun á þátttöku. Verkefnaskipting. Listi yfir tiltækan rannsóknabúnað, kostnaður við viðbótarbúnað, rekstrarkostnaðaráætlun. Umsókn um peninga.
 
Sendandi: Erpur S. Hansen
Heimilisfang: Strandvegur 50
Netfang: erpur@nattsud.is
Má birta á vef: Já