Dagskrá Sagnheima á Safnahelginni

01.11.2011
Safnahelgi hjá Sagnheimum helgina, 4.nóvember til 6.nóvember.  
 Laugardaginn 5. nóvember kl. 14 opnar sýningin :

,,Oddgeir Kristjánsson - minningin og tónlistin lifir.“

Sett hefur verið upp sýning með hljóðfærum, munum, nótum, skjölum  og myndum til að varpa ljósi á líf og starf þessa fjölhæfa listamanns.

M.a. verða sýndar 200 Vestmannaeyjamyndir frá árunum 1957-1965 sem Oddgeir tók.

Við opnunina flytur Hafsteinn Þórólfsson og Tríó Glóðir nokkur lög úr smiðju Oddgeirs.

 

Sýningin er unnin í samvinnu við fjölskyldu Oddgeirs Kristjánssonar og Skjalasafn.