„Vinir í vestri“ í Einarsstofu í Safnahúsi

23.03.2012
Laugardaginn 24. mars mun Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Winnipeg halda erindið Vinir í vestri, um líf og starf meðal Vestur-Íslendinga. Fyrirlestur Atla hefst kl. 13:30.

Á sama tíma verður stofnaður áhugamanna-hópur um rannsóknir á sögu þeirra Vestmannaeyinga er fluttu vestur á árunum 1855-1914.

Óvænt tónlistaratriði.

Dagskráin er hluti af röð menningarviðburða í Safnahúsi undir samheitinu Sagnasjóður Vestmannaeyja í samstarfi við Menningarráð Suðurlands.

 

Verið hjartanlega velkomin.