Böðvar Guðmundsson rithöfundur í Vestmannaeyjum

23.08.2012
Böðvar Guðmundsson rithöfundur
í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja
sunnudaginn 26. ágúst kl. 14
Allir velkomnir.
Aðgangur ókeypis.
Dagskráin er hluti af afmælisdagskrá Safnahúss og er styrkt af Vestmannaeyjabæ og Menningarráði Suðurlands
Af öðrum góðum gestum þennan dag má nefna Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Atla Ásmundsson aðalræðis-mann Íslendinga í Kanada og Þórð Tómasson í Skógum sem kynnir nýja bók sína, Liðna Landeyinga.
Böðvar Guðmundsson er ef til vill best þekktur fyrir sögur sínar um örlög fólks af fyrstu og annarri kynslóð Vestur-Íslendinga sem oft eru kallaðar Vesturfarasögur. Sögurnar voru síðar færðar í sviðsbúning og settar upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 - 2005. Böðvar  fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Lífsins tré, sem er sjálfstætt framhald Híbýla vindanna en auk þess liggur eftir hann fjöldi skáldsagna, ljóðabóka, leikrit og þýðingar.