Fréttabréf Rannsóknasjóðs síldarútvegsins

16.03.2015

Ýtið á myndina til að sækja handbókina

 
Ferskfiskhandbókin

Páll Gunnar Pálsson og félagar á Matís hafa skrifað áhugaverða handbók um vinnslu á ferskum fiski. Ferskfiskhandbókin er gefin út og fjármögnuð af Matís með góðum stuðningi frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins. Það er ljóst að þekking er undirstaða þess að framleiða sem mest verðmæti úr sjávarauðlindinni og það er fátt mikilvægara en að gera hlutina rétt frá byrjun, ferskfiskhandbókin er liður í þeirri viðleitni að auka aðgengið að handhægum upplýsingum.  Hægt er að sækja handbók á vef Matís.is

Neðansjávarmyndir Erlendar kafara
Við viljum vekja athygli á að Rannsóknasjórður síldarútvegsins hefur einnig styrkt útgáfu neðansjávarmynda sem eru aðgegnilega á netinu. Hér er um að ræða 20 stutt neðansjávarmyndbönd sem Erlendur Bogason og samstarfsmenn hafa gert.  Hægt er að sækja neðansjávarmyndböndin á YouTube og á Strytan.is 

Verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt
Rannsóknasjóður síldarútvegsins hefur nú styrkt 8 fræðslu- og kynningarverkefni og eitt doktorsverkefni.  Við eigum því von á að á næstu mánuðum og árum birtist meira af áhugaverðu fræðslu- og kynningarefni sem´vonandi nýtist sem flestum. Sjóðurinn mun auglýsa eftir umsóknum í vor og verður það kynnt nánar síðar.
 

Upplýsingar um Rannsóknasjóð síldarútvegsins