Frumherjastyrkur

25.01.2016

Tækniþróunarsjóður auglýsir eftir Frumherjastyrkjum hjá Tækniþróunarsjóði. Umsóknarfrestur er 15. febrúar.

Hámarksstyrkur: Styrkur getur numið allt að 14 milljónum króna samanlagt á tveimur árum, þó ekki meira en 7 milljónum króna á fyrsta ári.

Mótframlag: Gerð er krafa um að lágmarki 25% mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði við verkefnið.

Hámarks lengd verkefnis: 2 ár

Skil á umsókn: Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 á lokadegi umsóknarfrests. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.

Sjá: Frumherjastyrkur.