Raquel Isabel Díaz hefur verið ráðin Verkefnastjóri Markaðs- og ferðamála

27.05.2016

Raquel hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, m.a. Actavis, Kaupþing banka og Verne Global.  Á árunum 2011-2016 vann hún sem viðskiptastjóri hjá tveimur af stærstu auglýsingastofum landsins (Fíton/Pipar og Íslenska auglýsingastofan) þar sem hún vann að auglýsinga og markaðsmálum fyrir fyrirtæki eins og 365 miðlar, Iceland Express, Alvogen, Dominos, Ölgerðina, Lýsi, Icelandair, Íslandsstofu, Meet in Reykjavík, Rauða krossinn, Medis, Þjóðminjasafnið, Borgarleikhúsið o.fl.

Raquel er með háskólagráðu í almannatengslum og auglýsingafræðum (M.Sc.) frá Háskóla Leonardo Da Vinci í El Salvador. Þar að auki er hún með MBA með áherslu á stjórnun og M.Sc. gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með diplóma í alþjóðlegum ferðamarkaðsfræðum og hefur tekið þátt í námskeiðum í verkefnastjórnun. Raquel talar og skrifar íslensku, ensku og spænsku.

Verkefni Raquel hjá Þekkingarsetrinu verða fyrst og fremst á sviði ferðaþjónustu en jafnframt mun  Raquel koma að markaðsráðgjöf til atvinnulífsins almennt í Vestmannaeyjum og vinna að Sóknaráætlun Suðurlands samkvæmt þjónustusamningi Þekkingarseturs Vestmannaeyja við Samtök Sunnlenskra Sveitafélaga.

Ferðaþjónustuaðilar eða aðrir sem leitast eftir ráðgjöf í markaðsmálum geta sent Raquel tölvupóst á netfangið raquel@setur.is, eða verið í sambandi við þjónustuskrifstofu Þekkingarseturs Vestmannaeyja í síma 4811111.