Friðlýsing búsvæða sjófugla

23.02.2017

Kynningarfundur, vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum.
Þriðjudaginn 28. febrúar kl 12:10
Staðsetning:  Sagnheimum, safnahúsi við Ráðhúströð.
Á fundinn mæta fulltrúar frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu (Sigurður Þráinsson og Guðríður Þorvarðardóttir), Vestmannaeyjabæ og Náttúrustofu Suðurlands til að kynna málið og svara fyrirspurnum.
 
Efnistök fundarins eru:
Tilgangur og markmið friðlýsingarinnar
Áhrif friðlýsingarinnar á hina ýmsu viðburði, skipulag og nytjar
Vöktun fuglabjarga í Eyjum
Fyrirspurnir og samtal við fundarmenn
 
Eyjamenn og þá sérstaklega nytjarétthafar og ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að mæta til að kynna sér málið.