Saga og súpa í Sagnheimum
Mánudaginn 9. september kl. 12-13
Í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá stofnun Íþróttafélagsins Þórs er boðið til Sögu og súpu í Sagnheimum, byggðasafni.
Dagskrá:
Opnuð ný sýning í Sagnheimum um sögu Þórs.
Sigurgeir Jónsson kynnir nýútkomna bók um sögu félagsins og Áki Heinz les stutta ferðasögu.
Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 12 með súpu og brauði og lýkur kl. 13.
Fólk er hvatt til að mæta í treyjum eða öðru merkt félaginu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Safnaráði.