Í hádeginu í dag fór fram fyrsti fundurinn af mánaðarlegum fundum sem fyrirhugaðir er um sjávarútvegsmál. Fundurinn var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og hlýddu tæplega 30 manns á áhugavert erindi Vals Bogasonar sem bar heitið Netarall og hafsvæðið í kringum Eyjar.
Nokkur forföll urðu sem fyrst og fremst skrifast á slæmt veður sem var í Eyjum meðan á fundinum stóð.
Glærur af fundinum eru aðgengilegar hér.
OPNA GLÆRUR