Við fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu var úthlutað úr sjóðnum um 50 mkr. Umsóknir að þessu sinni voru 133, þar af í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67 og 66 í flokki menningarverkefna. Verkefnastjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti að veita 89 verkefnum styrk. Samþykkt var að veita 36 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 53 verkefnum í flokki menningarverkefna, um 25 mkr. í hvorum flokki.
Alls fengu ellefu aðilar í Vestmannaeyjum úthlutun og var heildarupphæð til þeirra 4.450.000 kr.
Í bjarma sjálfstæðis Þekkingarsetur Vestmannaeyjar 150.000
Pysjusýning 2018 Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 200.000
Sígild leikhúslög á goslokum Eldheimar 300.000
Sigfús Halldórsson og lögin hans Guðný Charlotta Harðardóttir300.000
Eyjalagakeppni (val á Goslokalagi) Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda 350.000
Ungt fólk í tónlist Birgir Nielsen Þórsson 400.000
Lundaafbrigðin Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 400.000
Myndir, músík og mósaík Helga Jónsdóttir 400.000
Samfélagsvæðing Safnanna Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 450.000
Sunnansól og hægviðri Lúðrasveit Vestmannaeyja 500.000
Billit Lime ehf. 1.000.000