Erindi – 18. apríl 2018
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var í dag framsögumaður í hádegis sjávarútvegserindi sem haldið var í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Sem fyrr var mjög góð mæting, en 40 manns komu og hlýddu á erindi Binna. Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Erindið er það þriðja í röðinni á þessu ári.
Binni fór um víðan völl. Hann fjallaði um markaði VSV, markaðsstarf fyrirtækisins, stöðu og horfur á mörkuðum, nýja markaði, Sjávarútvegssýninguna í Brussel sem haldin verður í næstu viku, vörumerki VSV, uppbyggingu vörumerkisins, vöruþróun og hvað möguleika Vestmannaeyjar eiga á sjávarafurðamörkuðum og almennt í sjávarútvegi.
Hann fjallaði einnig um helstu áskoranir VSV, framþróun fyrirtækisins og þróun í starfsmannamálum. Undir lokin fjallaði hann um japanska matvælaframleiðandann Okada Suisan sem VSV á hlut í.
Nokkrar spurningar og umræður fylgdu í lokin á erindinu.
Á fundinum var boðið upp á sjávarréttasúpu úr hráefni frá VSV og síldarsmárétti frá Marhólmum, sem er dótturfélag VSV.
2 glærupakkar úr erindinu eru aðgengilegar hér að neðan.
Þekkingarsetrið gerði tilraun með að taka upp erindið og verður sú upptaka aðgengileg hér fljótlega. Stefnt er að frekari þróun á framsetningu á efni erinda í Þekkingarsetrinu.
Fyrri hluti erindis:
Seinnihluti erindis: