Í sumar fengum við nýja samstarfsaðila til okkar hingað í Þekkingarsetrið þegar Eyjafréttir fluttu skrifstofu sína til okkar en þau voru áður til húsa að Strandvegi 47. Eyjafréttir er bæjarblað sem fjallar um Vestmannaeyjar og flytur fréttir af Vestmannaeyingum hvar sem þeir búa. Blaðið á langa sögu að baki en það hefur komið út í 44 ár. Síðustu ár hafa Eyjafréttir komið út vikulega ásamt því að halda út netmiðli. Nú hafa breytingar orðið á útgáfunni og í framtíðinni mun blaðið koma út einu sinni í mánuði, einnig hefur netmiðillin þeirra verið endurbættur. Blaðið er selt í áskrift um allan heim og í lausasölu í Eyjum. Ritstjóri Eyjafrétta er Sara Sjöfn Grettisdóttir.