Kynningarfundur Startup Tourism verður haldinn þriðjudaginn 23. október kl 12:00-13:00 í Íslenska Ferðaklasanum.
DAGSKRÁ FUNDARINS:
- Hraðallinn kynntur og og svör gefin við spurningum sem kunna að vakna.
- Geir Konráð Theodórsson talar um sína reynslu af þátttöku í hraðlinum, en hann tók þátt í ár með verkefninu Under the Turf.
- Mentor ársins 2018 krýndur.
- Boðið upp á léttan hádegisverð.
Startup Tourism er viðskiptahraðall sem sérsniðinn er að þörfum nýrra fyrirtækja á sviði ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að veita viðskiptahugmyndum faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra.