Erindi – 30. október 2018
Í lok nóvember voru á ferð í Eyjum nemendur frá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna. Nemendurnir kynntu sig fyrir fólki í sjávarútvegi í Eyjum, skoðuðu Ísleif VE 63 og löndun á síld úr skipinu. Þeir fylgdu einnig síldinni inn í Vinnslustöð, skoðuðu allt framleiðsluferlið og fóru svo að lokum í heimsókn í Marhólma þar sem síldin er unnin í neytendapakkningar.
Daði Már Kristófersson frá Háskóla Íslands og eyjamaðurinn Hörður Sævaldsson, lektor við sjávarútvegsfræðideild Háskólans á Akureyri voru með nemendunum í Eyjum. Fram kom hjá þeim að 450 nemendur hefðu hingað til útskrifast úr náminu. Þeir voru gríðarlega ánægðir með heimsóknina til Eyja og þakklátir fyrir frábærar móttökur sem hópurinn fékk í Eyjum.
Daði hélt erindi þriðjudaginn 30. október í framhaldi af erindi sínu um veiðigjöld.