Erindi – 22. nóvember 2018
Fyrr í dag hélt Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þrjátíu manns mættu á erindi Stefáns. Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Erindið er það sjöunda í röðinni á þessu ári í þessum málaflokki.
Stefán fór í erindi sínu yfir starfssemi ÍV bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Hann kynnti rekstur félagsins, veiðiheimildir, afkomu o.fl. Einnig fór Stefán yfir framleiðslu félagsins, vörumerki og helstu markaði.
Farið var yfir helstu fjárfestingar sem ÍV hefur ráðist í á síðustu árum og hvaða tækifæri og áskoranir félagið stendur frammi fyrir.
Gestir erindisins voru duglegir að spyrja Stefán spurninga enda er hluti af markmiðunum með erindunum að eiga samtal um sjávarútveg.
Þekkingarsetrið þakkar Stefáni fyrir áhugaverð erindi.
Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í Þekkingarsetrinu í desember 2018