Í nóvember kom til landsins nýr rannsóknabátur til að nota við sjávarrannsóknir hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Báturinn kemur frá Póllandi og er útbúinn til sjávarrannsókna og mun nýtast sérstaklega vel til háhyrningarannsóknir í kringum eyjarnar. Báturinn hefur fengið nafnið Golli í höfuðið á selkóp sem eitt sinn var í Setrinu og hlaut þetta nafn þá.