Erindi – 22. janúar 2019
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka.
Í dag Þriðjudaginn 22. janúar kl. 12:00 hélt Þorsteinn Sigurðsson, sviðstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun erindi sem bar yfirskriftina: Hvað er að frétta af loðnunni? Mætting var mjög góð eða um 60 manns sem komu frá hinum ýmsu sviðum sjávarútgsins. Boðið var upp á súpu og brauð fyrir fund. Að loknu erindi Þorsteins svaraði Þorsteinn spurningum frá fundargestum.
Um erindið:
Þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum hafa leitt til mikilla breytinga í útbreiðslu fiskistofna og er loðnan engin undantekning þar á. Í erindinu er þessum breytingum lýst og farið yfir það hvaða áhrif breytingarnar hafa haft á útbreiðslu loðnunnar. Farið er yfir stöðu þekkingar og hvernig reynt hefur verið að bregðast við þeim með aukinni vöktun og nýjum rannsóknum. Jafnframt er farið yfir stöðu nýjustu mælinga á loðnustofninum og spáð í horfurnar.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja þakkar Þorsteini fyrir gott og fræðandi erindi og gestum fundarins fyrir málefnalegar umræður.
Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í Þekkingarsetrinu í febrúar 2019