Í dag fengum við heimsókn frá 5 bekk úr Barnaskólanum.
Þeim fannst afarspennandi að koma og skoða allt sem er hér á hæðinni hjá Þekkingarsetrinu. Mest fannst þeim spennandi að heyra um komu hvalanna Litlu Hvít og Litlu Grá. Þau byrjuð að labba um og skoða allar skrifstofur sem eru hér og var mest spennandi að skoða rannsóknastofuna hjá honum Simma, framkvæmdastjóra hjá Rannsóknaþjónustu Vestmannaeyja. Eftir skoðunaferðina fengu þau að setjast niður inni í einu fundarherbergi sem heitir Heimaklettur og þar tók Páll Marvin, framkvæmdastjóri Þekkingasetursins á móti þeim og kynnti fyrir þeim komu hvalana og sýndi þeim myndband af hvar þeir munu vera og hversu stríðnir þeir geta verið enda skemmtilegir hvalir væntanlegir. Krakkarnir voru duglega að spyrja og hafa greinilega kynnt sér margt og mikið um Mjaldrana.
Þökkum við 5 bekk Barnaskólans kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.