Þann 17. Janúar fengum við Mörtu- og Siggu hóp úr leikskólanum Sóla í heimsókn til okkar til að fræðast um komu hvalana Litlu Hvít og Litlu Grá. Heimsóknin vakti mikla hrifningu hjá börnunum og hefur verið uppspretta af verkefnum síðan.
Í dag kíktu þau aftur til okkar til að færa okkur það verkefni sem þau unnu, sem er glæsilegt hjá þeim. Greinilega mikill áhugi á komu hvalana hingað til Vestmannaeyja því þau ætla sko að koma aftur þegar Litla Hvít og Litla Grá verða komin hingað til okkar.
Þökkum við þeim kærlega fyrir þessar flottu myndir.