Háskólinn í Reykjavík hefur opnað fyrir umsóknir í háskólanám í haftengdri nýsköpun sem hefst næsta haust. Námsbrautin er staðsett í Vestmannaeyjum og námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Námið er þrjár annir og veitir diplómagráðu í haftengdri nýsköpun en útskrifaðir nemendur munu einnig geta nýtt einingar í áframhaldandi
nám við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/03/14/nytt_nam_i_haftengdri_nyskopun/