Saga og súpa í Sagnheimum Fimmtudaginn 10. okt. kl. 12-13
Á Degi íslenskrar náttúru, 16. september sl. hlaut Páll Steingrímsson Jarðarberið, fjölmiðlaverðlaun Umhverfis og auðlindaráðuneytis.
Af þessu tilefni mun Páll Steingrímsson, Vestmannaeyingur, kennari, myndlistarmaður, náttúruunnandi, kvikmyndajöfur og lífskúnstner deila hugrenningum sínum og lífsviðhorfum í Pálsstofu Sagnheima.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 12 með súpu og brauði og verður lokið kl. 13.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands .