Mikill erill er nú í Sagnheimum enda stendur undirbúningur sýninga þar sem þess verður minnst að 40 ár eru frá því að eldgos hófst á Heimaey sem hæst.
Sýningarnar hafa ekki enn tekið á sig lokamynd en verða allar opnaðar formlega 23. janúar í Sagnheimum, kl. 17.
Þessar sýningar eru í vinnslu:
Í Einarsstofu/Safnahúsi: Ljósmyndir Hjálmars R. Bárðarsonar: Gosið á Heimaey í svarthvítu. Gestasýning frá Þjóðminjasafni Íslands.
Í Pálsstofu/Sagnheimum: Ljósmyndir Sigurgeirs Jónassonar: Flóttinn frá Heimaey. Gosmyndir frá fyrsta mánuði gossins.
Í Pálsstofu er líka verið að útbúa sýningu sem kallast ,, Bátsferðin mín, gosnóttina 1973 og byggir á skráðum heimildum.
Krakkar í Grunnskóla Vestmannaeyja eru að vinna sýningu sem verður í anddyri Sagnheima, byggðasafns, spennandi verður að sjá útkomuna úr því.
Margt áhugavert er því á döfinni á næstunni.
Áhugasömum er einnig bent á heimasíðu Sagnheima: www.Sagnheimar.is