Málverkasýning Ragnars Engilbertssonar opnaði á skírdag að listamanninum viðstöddum. Gísli Stefánssyni frænda listamannsins sagði frá kynnum sínum af Ragnari og spilaði og söng eitt lag. Í skápum Einarsstofu eru nokkrar gersemar frá byggðasafni, bókasafni og ljósmyndasafni. Má þar meðal annarra dýrgripa nefna lykilinn af bænahúsinu að Ofanleiti, eitt guðdómlegt guðslíkamahús frá um 1650 og Biblíu gamla Jóns í Gvendarhúsi. Sýningar þessa standa fram á þriðjudaginn 17. apríl.
Á sumardaginn fyrsta verður opið hús í Einarsstofu frá kl. 13-17 en þann dag hefði Sveinn Jónsson (1862-1947) orðið 150 ára. Starfsmenn verða á staðnum og spjalla um fyrirhugaða dagskrá um Svein sem haldin verður mánudaginn 2. júlí nk. í kjölfar ættarmóts Sveins þá helgi. Sýnt verður fágæta bókasafn sem Sveinn gaf safninu á sínum tíma og Haraldur Guðnason hélt ævinlega sem sérsafni honum til heiðurs.
Í tilefni dagsins fáum við lánuð fágæt verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur í fórum ættingja hennar hér í Eyjum.
Hér er því stórkostlegt tækifæri til að skoða gersemar, bækur, muni og listaverk í Einarsstofu.